I n n r a


Slökun og dáleiðsla

Forsíða Kaupa disk Um Lilju Svefnráð

Svefnráð

Góður svefn er undirstaða góðrar líðanar og heilsu. Margvíslegur misskilningur er þó í gangi varðandi æskilega svefnlengd og oft dvelja þeir sem sofa stutt mun lengur í rúminu en heppilegt má teljast til að bæta sér upp svefnleysið.

Algengt er að fólk hafi áhyggjur af því að skertur svefn skaði heilsuna og oft hafa áhyggjurnar mun verri áhrif á líðan einstaklingsins en svefnskorturinn. Mikilsvert er að stoppa áhyggjurnar strax og leita upplýsinga um hvort þær séu á rökum reistar.

Algeng ranghugmynd er: “Ég verð að fá 8 tíma svefn”. Það er persónubundið hversu langur svefntími er hæfilegur, en meðalsvefntími fullorðinna er sjö og hálf klukkustund. Jafnóheppilegt er að sofa of lengi eins og að sofa of stutt.

Önnur algeng kvíðahugsun hjá fólki sem sefur stutt: “Dagurinn verður ómögulegur af því ég svaf svo illa”. Neikvæðar hugsanir í líkingu við þessa og streita sem þeim fylgir gerir daginn mun erfiðari og líðanina verri. Þú getur engu breytt um liðna nótt, en þú getur haft áhrif á líðan þína með viðhorfi þínu í dag. Líklegt er að þú sofir betur næstu nótt vegna svefnskorts.


Þegar tekist er á við svefnleysi er mikilvægt að koma sér upp góðum venjum sem styðja við heilbrigt svefnmynstur. Þar má nefna:


Íhuga ætti meðferð hjá sérfræðingi ef svefnvandi er langvarandi. Sérfræðiráðgjöf getur aðstoðað fólk til að greina vandann og leita úrlausna við honum. Hugræn atferlismeðferð vegna svefnleysis gefur 90% árangur.


Nokkrar leiðbeiningar fyrir svefn

http://www.helpguide.org/articles/sleep/sleep-disorders-and-sleeping-problems.htm


Bæklingur um svefn

http://kirkjan.net/wpfelham/wp-content/uploads/2012/09/baekl_svefn.pdf