I n n r a


Slökun og dáleiðsla

Forsíða Kaupa disk Um Lilju Svefnráð

Lilja Jónasdóttir hjúkrunarfræðingur


hefur í tvo áratugi veitt sjúklingum, aðstandendum, og starfsfólki á Landspítala háskólasjúkrahúsi, slökunar- og dáleiðslumeðferð. Meðferð hefur meðal annars verið veitt vegna verkja, ótta við breytingar, erfiðleika með svefn, kvíða af margvíslegum orsökum, vegna breyttrar sjálfsmyndar, streitu, álags í starfi og margs fleira.


  Lilja hefur kennt hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum og fleira heilbrigðisstarfsfólki um slökunarmeðferðir og hvernig beita má slökun í starfi.


  Hún lauk hjúkrunarnámi frá Hjúkrunarskóla Íslands 1978 og síðan BS-námi frá Háskóla Íslands 1999.


  Hún lærði dáleiðslu hjá Jakobi Jónassyni geðlækni á árunum 1993-1995 og hjá Michael Yapko 2013 og lauk ársnámi í hugrænni atferlismeðferð 2009.


  Lilja sat í stjórn Dáleiðslufélags Íslands 2007- 2013 og stjórn Fagdeildar hjúkrunarfræðinga um viðbótarmeðferðir 2010-2013.